Opnunartími um jól 2021
Lokað verður á milli jóla og nýárs, frá 24.desember til og með 2. janúar.
Opnum aftur 3. janúar 2022.
Nýverið gerðu MedicAlert samtökin á Íslandi kynningarmyndband um starfsemi sína. Við það nutu þau góðrar aðstoðar Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins. Gerð þessa mikilvæga myndbands heppnaðist einstaklega vel og vildu forsvarsmenn samtakanna láta í ljós þakklæti sitt með peningastyrk til söfnunarátaks vegna kennslu- og þjálfunarbíls fyrir sjúkraflutningamenn.