Um okkur

 
Saga MedicAlert byrjaði sumarið 1953 í bænum TURLOCK í Kaliforníu.  Linda Collins 14 ára dóttir Marion Collins læknis var  heima þegar hún skar sig á fingri en foreldara hennar voru þá í fríi og ekki heima.  Þurfti hún að far á sjúkrahús til að láta sauma skurðinn.
 
Eftir venjulega skoðun af lækni var hún sprautuð með stífkrampasprautu sem innihélt Blóðvatn úr hrossi Eftir augnablik féll Linda í  bráðalost sem eru  ofnæmis viðbrögð.  Þetta varð henni næstum að bana.

Foreldrar mínir gerðu sér grein fyrir að ef einn dropi af  mótefni framkvæmdi þessi viðbrögð hefði ég líklega dáið ef fullur skammti  hefði verið sprautað í mig sagði Linda.  Eftir þetta sendu þau mig alltaf með miða festan á klæðnað minn með upplýsingum um að ég væri með ofnæmi fyrir ákveðnum hlutum.

Þá kom Linda með þá uppástungu að hafa silfur armband með áletrun um ofnæmið en þá kom faðir hennar með þá hugmynd að bæta við MEDIC ALERT nafninu og  setja þar inn merki læknasamtakanna.

Hugmyndin var send til skartgripasala í SanFrancisco sem setti upp og hannaði MEDICALERT merkið.

Næstu árin ráðfærði Marion Collins sig við aðra lækna og 1956  voru síðan sett á stofn MedicAlert samtökin rekin án ábóða sem sjálfstæð stofnun fyrir öll Bandaríkin.  Collins læknir sagði „ Við erum ekki  að stofna þetta til að græða peninga.  Við erum hér til að bjarga mannslífum“

Hann og fjöldskylda hans lagði áherslu á þetta með að leggja sjálfur 30.000 dollara frá sér og fjöldskyldunni  í fyrirtækið og rak fyrstu skrifstofuna í einu herbergi á heimili sínu í Turlock.

Síðan hefur MedicAlert merkið farið víða og stækkað sem merki sem BJARGAR MANNSLÍFUM“  og fengið byr undir báða vængi í mörgum löndum.

Merkið er nú notað af 2.3 milljónum manna í Ameríku og um 1.7 milljónum í öðrum löndum víða um heim.

MedicAlert stofnað á Íslandi 30. Janúnar 1985 af Lionshreyfingunni á íslandi.

Eftirfarandi texti er tekin úr grein í Morgunblaðinu 1.2.1985 bls. 12 þar sem segir:

í fyrradag var haldinn stofnfundur Medic Alert á Íslandi í húsnæði Lionshreyfingarinnar í Sigtúni 20,  en samtökin eru starfrækt víða um heim.

Tilgangur Medic Alert er aö útbúa og starfrækja aðvörunarkerfi  fyrir sjúklinga með alvarlega sjúkdóma, sem af einhverjum ástæðum gætu veikst þannig, að þeir yrðu ófærir um að gera  grein fyrir veikindum sínum og þar af leiðandi átt á hættu að fá ranga meðferð.

Svavar Gests  umdæmisstjóri gerði fyrst grein fyrir sögu samtakanna, en Medic Alert Foundation International var stofnað í Turlock í Kaliforníu í marz 1956 af Dr. Marion C. Collins, eftir að dóttir hans hafði nærri látist vegna ofnæmis fyrir stífkrampasprautu.

Medic Alert starfar nú í fimm heimsálfum og enn er unnið að fjölgun landa sem ganga í samtökin.

Á stofnfundinum gerði  Guðsteinn Þengilsson læknir grein fyrir aðdraganda að stofnun Medic Alert á íslandi en hann var formaður unairbúningsnefndar. Hugmyndin var fyrst reifuð af Birni Guðmundssyni fyrrverandi umdæmisstjóra á fundi i Lionsklúbbi Kópavogs árið 1981. Í framhaldi af því var skipuð nefnd er skyldi vinna að því að koma þessari starfsemi á laggirnar hér á landi.

Haustið 1982 kom Alfred Hodder forseti  Medic AlertFoundation International hingað til lands og leitað var eftir samvinnu við ýmis félög og samtök sem talið var að snerti þessi  samtök sérstaklega. Á umdæmisþingi Lions á Ísafirði í júni 1983 var samþykkt að Lions stæði að undirbúningi Medic Alert-deildar á Íslandi.

Alfred A. Hodder forseti Medic Alert International  var gestur stofnskrár hátíðarinnar og gerði grein fyrir starfsemi Medic Alert í öðrum löndum.

Hann afhenti Páli Sigurðssyni ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins fyrir hönd heilbrigðisráðherra fyrsta merkið, en þau eru fáanleg sem armbönd eða hálsmen, oftast úr stáli en einnig fáanleg úr gulli og silfri.

Á framhlið málmplötu sem fylgir er skráð merki  MedicAlert, en á bakhliðinni eru upplýsingar um viðkomandi sjúkling,  sjúkdómsgreining  og eða meðferð plötuhafans.

Þá er skráð MedicAlert númer hans og símanúmer  BRÁÐAVAKTAR  LSH. Þar er svarað allan sólarhringinn og þangað má hringja hvaðan sem er úr heiminum sjúklingum að kostnaðarlausu, til að fá nauðsynlegar upplýsingar um sjúkdóm eða meðferð hans.

Nánari upplýsingar.

MedicAlert eru alþjóðleg öryggissamtök, rekin án ágóða, sem veita upplýsingar um merkisbera á neyðarstundu og hafa starfað hér á landi í rúmann aldarfjórðung. Í Íslandsdeildinni, eru yfir 5000 merkisberar, en höfuðstöðvarnar í Californíu þjóna milljónum merkisberum í yfir 40 löndum.

Um er að ræða þríþætt kerfi: merki úr málmi, plastspjald með ákveðnum upplýsingum auk tölvuskrár.

Merkið er borið í keðju um háls eða úlnlið.

Plastspjaldið, sem er í kreditkortastærð fyrir veski, er með fyllri upplýsingum.

Loks eru ýtarlegastar upplýsingar á tölvuskrá, sem er í vörslu Slysa- og bráðadeildar Landspítalans, en þar er gjaldfrjáls sólarhrings vaktþjónusta fyrir neyðarnúmer MedicAlert.

Símanúmer vaktstöðvar á Íslandi, sem hringja má í allstaðar að úr heiminum án endurgjalds. Sjúkdómsgreining eða áríðandi upplýsingar um viðkomandi og að lokum: Persónunúmer, sem veitir aðgang að upplýsingum á tölvuskrá Slysa- og bráðadeildar .

Skrifstofa MedicAlert á Íslandi er í Sóltúni 20 105 Reykjavík og er síminn þar 533 4567.  Heimasíða er www.medicalert.is Umsóknareyðublöð er að finna bæði á heimasíðu og einnig á skrifstofu. Læknir þarf að skrifa upp á umsókn til að staðfesta sjúkdómseinkenni viðkomandi.