Samstarfsaðilar MedicAlert á Íslandi og erlendis

MedicAlert á Íslandi er sjálfseignarstofnun, sem stofnuð var 1985 fyrir tilstilli Lionshreyfingarinnar á Íslandi og er rekin undir verndarvæng hennar. Stofnunin starfar með leyfi MedicAlert Foundation International, sem stofnað var í Californíu 1956. Allar MedicAlert stofnanir eru reknar án ágóða.

Helstu aðildarlönd MedicAlert eru Canada, Bretland, Ástralía, Nýja-Sjáland, Suður-Afríka, en merkisberar í yfir 40 löndum njóta þessarar þjónustu. Svarþjónusta fyrir flest landanna er í Californíu.

Aðildarfélög á Íslandi eru: Blæðarafélag Íslands, Gigtarfélag Íslands, Hjartaheill - Landssamtök hjartasjúklinga, Lauf - lands-samtök áhugamanna um flogaveiki, Mígrensamtökin, SÍBS, Samtök sykursjúkra, Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra, FAAS - Félag aðstandandenda Alzheimers-sjúklinga og Lionshreyfingin á Íslandi.

Hægt er að gerast styrktaraðili MedicAlert. Á það bæði við um einstaklinga og fyrirtæki.

 

Tenglar að heimasíðum aðildarfélaga:

 

Samatarfsaðilar:

 

Styrktaraðilar MedicAlert:

 

Samsvarandi stofnanir erlendar: