Persónuvernd hjá MedicAlert á Íslandi

 

Persónuvernd er mikilvæg í allri starfsemi MedicAlert á Íslandi og felur meðal annars í sér að starfsmenn virða mannhelgi allra sem til MedicAlert leita eða þar starfa. MedicAlert er nauðsynlegt að skrá og vinna ýmsar persónu- og heilsufarsupplýsingar til að geta veitt sem besta þjónustu. MedicAlert leggur ríka áherslu á að við meðferð upplýsinga ríki þagnarskylda og friðhelgi einkalífs sé virt og að upplýsingar séu varðveittar með öruggum hætti.

 

MedicAlert á Íslandi miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema á grundvelli lagaskyldu, samningsákvæða eða með samþykki hins skráða.