Margt smátt gerir eitt stórt og við erum þakklát fyrir hve mörg hafa greitt strax.
MedicAlert er óhagnaðardrifið og þess vegna reynum við að halda öllum útgjöldum í lágmarki. En á sama tíma leggjum við okkur fram um að veita merkisberum góða þjónustu.
Einu sinni á ári sendum við út styrkbeiðnir og árgjöld til notenda MedicAlert.
Árgjaldið er kr.2.300 og styrkbeiðnin kr.1.500.
Þetta er einmitt það sem við erum að gera í þessari viku.
Þau sem, af einhverjum ástæðum, sjá sér ekki fært að greiða strax er velkomið að bíða þar til betur stendur á.




