MedicAlert öryggismerkin bæta lífskjör þeirra sem búa við sjúkdóma eða ofnæmi með því að stuðla að því að réttar upplýsingar liggi fyrir þegar hætta steðjar að.
Í samstarfi við LSH höldum við utan um þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að hægt sé að veita rétta aðstoð þegar mikið liggur við.
Hringja má í 800-símanúmer vaktstöðvar á Íslandi allstaðar að úr heiminum.
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar á medicalert@medicalert.is eða í síma 533 4567.
Diabetes Ísland er eitt af aðildarfélögum MedicAlert og eru yfir 1.100 merkisberar á Íslandi með áletrunina Diabetes á sínu merki.




