MedicAlert
Alþjóðleg öryggissamtök
UM OKKUR
MedicAlert á Íslandi
MedicAlert á Íslandi er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var 1985 fyrir tilstilli Lionshreyfingarinnar á Íslandi og er rekin undir verndarvæng hennar. Stofnunin starfar með leyfi MedicAlert Foundation International, sem stofnað var í Kaliforniu 1956.
Allar MedicAlert stofnanir eru reknar án ágóða.
Árgjald MedicAlert er kr. 2,300 sem er innifalið í fyrstu kaupum. Í árgjaldinu felst t.d. rekstur gagnagrunns, upplýsingar í síma og neti og öll önnur þjónusta við merkisbera. Börn yngri en 18 ára greiða ekki árgjald.
Aðildarlönd
Helstu aðildarlönd MedicAlert eru Kanada, Bretland, Ástralía, Nýja-Sjáland og Suður-Afríka, en merkisberar í yfir 40 löndum njóta þessarrar þjónustu. Svarþjónusta fyrir flest landanna er í Kaliforníu.
SAMSTARFS- OG STYRKTARAÐILAR
Samstarfsaðilar
Lionshreyfingin á Íslandi og Landsspítalinn eru stærstu samstarfsaðilar MedicAlert á Íslandi.
Landsbjörg og MedicAlert í samstarfi.
Styrktaraðilar
Einstaklingar jafnt sem fyrirtæki geta gerst styrktaraðilar MedicAlert.
Ýmsir Lionsklúbbar
verndaðu það sem þér þykir kærast
MedicAlert er alþjóðlegt öryggiskerfi fyrir sjúklinga með bráða eða hættulega sjúkdóma og ofnæmi
MedicAlert veitir öryggi gegn mistökum eða töf á réttri meðferð hjá sjúklingum ef þeir verða meðvitundarlausir eða af öðrum ástæðum ófærir um að gera sjálfir grein fyrir veikindum sínum.